Formúla 1

Heidfeld ráðinn þróunarökumaður Pirelli

Nick Heidfeld hefur verið varaökumaður Mercedes.
Nick Heidfeld hefur verið varaökumaður Mercedes. Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Nick Heidfeld verður sérstakur þróunarökumaður Pirelli dekkjaframleiðandans í ár, en fyrirtækið mun sjá um dekkjamál í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone. Heidfeld hefur verið varaökumaður Mercedes, en hefur verið leystur undan samningi til að geta sinnt Pirelli. Ross Brawn segir það til hagsbóta fyrir Pirelli að Heidfeld starfi fyrir liðið og til hagsbóta fyrir íþróttina vegna reynslu hans og getu. Heidfeld kvaðst þakklátur yfirmönnum Mercedes að gefa honum tækifæri til að vinna með Pirelli, en Formúlu 1 bíll frá Toyota er notaður við prófanir fyrirtækisins. "Liðið hefur alltaf sagt að það myndi ekki standa í vegi fyrir mér, ef svona tækifæri kæmi upp. Ég hef notið þess að vera með Mercedes og gaman að gaman að getea unnið meistaraliðinu (Brawn) og ég óska liðinu alls hins besta", sagði Heidfeld í tilkynninu frá Mercedes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×