Innlent

Ætlar að breyta myntkörfulánum í krónulán

Höskuldur Kári Schram skrifar

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, telur líklegt að hægt verði að ganga frá samkomulagi við eignaleigufyrirtækin í næstu viku um afskriftir bílalána. Til stendur að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð krónulán.

Stjórnvöld hafa þrýst á fjármögnunar- og eignaleigufyrirtækin um leiðrétta bílalán.

Bílalán landsmanna snarhækkuð við hrun krónunnar og nema nú um 160 milljörðum króna.

Lánafyrirtækin hafa ekki tekið vel í hugmyndir stjórnvalda og óttast fjárhagslegt tjón.

Félagsmálaráðherra hefur á móti hótað lagasetningu til að knýja fram niðurstöðu í málinu.

„Við höfum verið í samtali við þau og í sjálfu sér tekið skýrt fram að við værum tilbúin til lagasetningar ef á þyrfti að halda ég er orðinn vonbetri að fyrirtækin séu tilbúin til samstarfs," segir Árni Páll.

Til stendur að breyta erlendum bílalánum í verðtryggð krónulán með 15 prósenta vöxtum.

„Sem endurspeglar þá staðreynd að vextir hafa verið lægri á hinum erlendum lánum og þar með er engum gefið neitt en fyrirtækin horfast í augu við hið raunverulega verðmæti eignarinnar sem að baki liggur."

Spurður hvenær þetta úrræði komist í gagnið svaraði Árni Páll: „Ég vona að þetta skýrist strax í byrjun næstu viku."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×