Fótbolti

Leikmaður sendur á bólakaf í miðjum leik - Myndband

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Hassan Maaz fór á bólakaf.
Hassan Maaz fór á bólakaf.
Það þekkist í knattspyrnu að menn eru sendir snemma í sturtu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið en óvenjulegt atvik átti sér stað í leik Al Shabab og Al Hilal er liðin áttust við í æfingarmóti sem fram fór í Sádi-Arabíu.

Hassan Maaz, leikmaður Al Shabab, var sendur á bólakaf en fullt af vatni hafði safnast saman fyrir utan völlinn og lennti Maaz beinustu leið ofan í eftir baráttu á hliðarlínunni. Hann brást ílla við enda rennandi blautur og nældi sér í rauða spjaldið með því að skalla andstæðing sinn og gat því þá með því sama drifið sig í sturtu.

Hægt er að sjá myndbrot af þessu atviki með því að smella linkinn hér fyrir neðan:

Myndbrot: Hassan Maaz sendur á bólakaf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×