Innlent

Miklatún verður aftur Klambratún

Jón Gnarr á Klambratúni.
Jón Gnarr á Klambratúni.

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, breytti formlega nafninu á Miklatúni í dag og heitir það nú Klambratún. Hluti túnsins tilheyrði bænum Klömbrum sem þar stóð þar til um miðja 20. öld.

Reykjavík eignaðist Klömbrur árið 1946. Tveimur árum síðar var þar hafinn rekstur skólagarða fyrir reykvísk ungmenni. Á sjöunda áratugnum var Klambratúni breytt í skrúðgarð og hlaut hann nafnið Miklatún að undangenginni nafnasamkeppni.

Jón sagði að nafnabreytingin væri persónulegt mál fyrir sig sjálfan og vitnaði til þess þegar faðir hans lá á banalegunni. Þá langaði hann til þess að eiga mynd af bænum Klömbrum en Jón gat ekki útvegað myndina.

Þá talaði amma Jóns alltaf um það að ábúendur á Klömbrum hefðu verið gott fólk.

Borgaryfirvöld vildu með nafnabreytingunni koma til móts við óskir afkomenda síðasta bóndans á Klömbrum sem var Christian Christensen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×