Vinur Steingríms rýrir trúverðugleika hans í bréfi til saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2010 18:30 Steingrímur Wernersson. Mynd úr safni. Steingrímur Wernersson sem átti fjárfestingarfélagið Milestone með Karli bróður sínum hefur undanfarin tvö ár glímt við alvarleg veikindi og ekki sinnt fjárhagslegum málefnum sínum, að því er fram kemur í bréfi lögmanns hans til embættis sérstaks saksóknara. Þetta gæti kastað rýrð á trúverðugleika vitnisburðar Steingríms. Steingrímur Wernersson hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá en embættið hefur frá því í júlí á síðasta ári rannsakað hvort færsla á eignum úr móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá á síðastliðnum tveimur árum varði við lög um hlutafélög, lög um starfsemi tryggingafélaga eða kunni hugsanlega að falla undir umboðssvik. Sérstakur saksóknari tók skýrslu af Steingrími Wernerssyni hinn 5. júlí á síðasta ári í tengslum við rannsókn á Milestene og Sjóvá. Við skýrslutöku sakaði Steingrímur Karl bróður sinn um ýmis alvarleg auðgunarbrot, en báðir hafa þeir stöðu sakborninga í rannsókninni. Steingrímur greindi ítarlega frá samskiptum við Karl bróður sinn og sagði hann hafa útilokað sig frá rekstri Milestone, sagði hann siðblindan og kallaði hann einræðisherra. Í bréfi sem Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og vinur Steingríms sem var jafnframt viðstaddur skýrslutökuna, sendi embætti sérstaks saksóknara hinn 3. desember síðastliðinn og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að Steingrímur hafi átt við talsverð veikindi að stríða og verið undir læknishendi bæði hér á landi og erlendis frá árinu 2008. Þá segir Stefán í bréfinu að Steingrímur hafi gefið út allsherjarumboð sér til handa þar sem hann hafi ekki getað sinnt fjármálum sínum sjálfur vegna veikindanna. Þá segir Stefán í bréfinu: „Steingrímur nafngreinir fjölda manna í skýrslutökunni en þar má þó helst telja Guðmund Ólason, Karl Wernersson og Jóhannes Sigurðsson. Að auki sakar Steingrímur umrædda menn um ýmis alvarleg auðgunarbrot gegn almennum hegningarlögum. Til að taka allan vafa þar um þá deilir undirritaður ekki sömu skoðunum á ofangreindum mönnum og Steingrímur né hef ég í mínum störfum fyrir Steingrím rekist á nokkuð það efni sem styður að þeir hafi gerst sekir um brot gegn almennum hegningarlögum." Bréf Stefáns er meðal gagna í málinu, en lögmenn sakborninga eiga rétt á öllum gögnum í síðasta lagi þremur vikum eftir að þau verða til, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Rannsókn sérstaks saksóknara stendur enn yfir og henni miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Steingrímur Wernersson sem átti fjárfestingarfélagið Milestone með Karli bróður sínum hefur undanfarin tvö ár glímt við alvarleg veikindi og ekki sinnt fjárhagslegum málefnum sínum, að því er fram kemur í bréfi lögmanns hans til embættis sérstaks saksóknara. Þetta gæti kastað rýrð á trúverðugleika vitnisburðar Steingríms. Steingrímur Wernersson hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá en embættið hefur frá því í júlí á síðasta ári rannsakað hvort færsla á eignum úr móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá á síðastliðnum tveimur árum varði við lög um hlutafélög, lög um starfsemi tryggingafélaga eða kunni hugsanlega að falla undir umboðssvik. Sérstakur saksóknari tók skýrslu af Steingrími Wernerssyni hinn 5. júlí á síðasta ári í tengslum við rannsókn á Milestene og Sjóvá. Við skýrslutöku sakaði Steingrímur Karl bróður sinn um ýmis alvarleg auðgunarbrot, en báðir hafa þeir stöðu sakborninga í rannsókninni. Steingrímur greindi ítarlega frá samskiptum við Karl bróður sinn og sagði hann hafa útilokað sig frá rekstri Milestone, sagði hann siðblindan og kallaði hann einræðisherra. Í bréfi sem Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og vinur Steingríms sem var jafnframt viðstaddur skýrslutökuna, sendi embætti sérstaks saksóknara hinn 3. desember síðastliðinn og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að Steingrímur hafi átt við talsverð veikindi að stríða og verið undir læknishendi bæði hér á landi og erlendis frá árinu 2008. Þá segir Stefán í bréfinu að Steingrímur hafi gefið út allsherjarumboð sér til handa þar sem hann hafi ekki getað sinnt fjármálum sínum sjálfur vegna veikindanna. Þá segir Stefán í bréfinu: „Steingrímur nafngreinir fjölda manna í skýrslutökunni en þar má þó helst telja Guðmund Ólason, Karl Wernersson og Jóhannes Sigurðsson. Að auki sakar Steingrímur umrædda menn um ýmis alvarleg auðgunarbrot gegn almennum hegningarlögum. Til að taka allan vafa þar um þá deilir undirritaður ekki sömu skoðunum á ofangreindum mönnum og Steingrímur né hef ég í mínum störfum fyrir Steingrím rekist á nokkuð það efni sem styður að þeir hafi gerst sekir um brot gegn almennum hegningarlögum." Bréf Stefáns er meðal gagna í málinu, en lögmenn sakborninga eiga rétt á öllum gögnum í síðasta lagi þremur vikum eftir að þau verða til, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Rannsókn sérstaks saksóknara stendur enn yfir og henni miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira