Leggja til strangar hömlur á skógrækt 20. desember 2010 18:36 Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira