Erlent

Óttast að 48 hafi farist þegar bátur sökk

Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu.
Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu. MYND/AP

Forsætisráðherra Ástralíu Julia Gillard, segir að allt að 48 hafi farist í síðustu viku þegar flóttamannabátur sökk í slæmu veðri undan ströndum Jólaeyju, sem lýtur yfirráðum Ástrala.

30 lík hafa þegar fundist og 42 komust lífs af og eru yfirvöld að rannsaka hve margir hafi í raun verið um borð og er óttast að allt að nítíu manns hafi verið troðið í bátinn sem var lítill trébátur. Fólkið er talið hafa verið frá Íran og Írak en það reyndi að sigla til Ástralíu frá Indónesíu. Jólaeyja liggur undan stöndum Indónesíu en er í 2600 kílómetrra fjarlægð frá Ástralíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×