Erlent

Ellefu hengdir í einu í Íran

Óli Tynes skrifar

Ellefu súnní múslimar sem voru sakaðir um hryðjuverk voru hengdir í Íran í morgun. Mennirnir tilheyrðu samtökunum Jundallah (Hermenn guðs). Litið er á þetta sem hefnd fyrir árás á bænasamkomu sjía múslima í Íran í síðustu viku, þar sem 39 manns létu lífið. Jundallah lýstu tilræðinu á hendur sér.

Samtökin hafa árum saman verið umsvifamikil í hinu afskekkta Sistan-Baluchistan héraði við landamæri Pakistans. Þau segjast berjast fyrir málstað balúkista sem séu kúgaður minnihluti í Íran. Sjía múslimar eru í miklum meirihluta í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×