Erlent

Varaforsetinn vill klófesta Assange

Óli Tynes skrifar
Julian Assange.
Julian Assange.

Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna hefur staðfest að dómsmálaráðuneytið sé að leita leiða til þess að kæra Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Biden kallaði Assange hátækni hryðjuverkamann. Bandaríkjamenn líta meðal annars til laga um njósnir sem sett voru árið 1917 í þann mund sem þeir hófu þáttöku í fyrri heimsstyrjöldinni.

Assange óttast að ef hann verði framseldur til Svíþjóðar verði það í raun aðeins millilending á leið til Bandaríkjanna. Þar hafa stjórnmálamenn jafnvel lagt til að hann yrði ráðinn af dögum. Dauðadómur getur legið við brotum ,a fyrrnefndum njósnalögum. Nokkuð víst er þó að Svíar muni ekki framselja hann nema sá möguleiki verði tekinn útaf borðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×