Erlent

Var hann að friða Kínverja?

Óli Tynes skrifar
Liu Xiaobo situr í fangelsi og eiginkonan í stofufanvelsi.
Liu Xiaobo situr í fangelsi og eiginkonan í stofufanvelsi.

Trond Giske viðskiptaráðherra Noregs var ekki viðstaddur þegar friðarverðlaun Nóbels voru afhent íOsló á föstudaginn. Giske tilkynnti veikindi en bæði þingmenn og fjölmiðlar velta fyrir sér hvort hann hafi farið þessa leið til þess að friða Kínverja.

Þeir eru æfir yfir að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk verðlaunin. Trond Giske hefur stýrt viðræðum við Kínverja um fríverslunarsamning milli Kína og Noregs. Kínverjar hættu þeim viðræðum eftir að tilkynnt var um hver hefði hlotið friðarverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×