Innlent

Ísbjarnarhrekkur veldur uppnámi í Skagafirði

Sögur af Ísbjörnum reyndust ekki á rökum reistar.
Sögur af Ísbjörnum reyndust ekki á rökum reistar.

Vinnustaðahrekkur um borð í togaranum Málmey varð til þess að í Skagafirðinum fóru menn að svipast eftir ísbjörnum. Á Facebook síðu skipstjórans sagði í nótt að þeir hefðu siglt fram á ísbjarnafjölskyldu, þrjú dýr, sem stefndu beint á Skagann.

Frá málinu var greint á fréttamiðlinum Feyki í morgun og þar var einnig haft samband við Stefán Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón á Sauðárkróki sem hafði heyrt af málinu í nótt. Hann sagði menn í startholunum með að að svipast um eftir dýrunum og að viðbragðsáætlun hefði verið sett í gang. Skoða átti málið þegar tæki að birta. Áður en til þess kom varð sannleikurinn ljós, en einhverjir skipverjar á Málmeynni munu hafa komist inn á Facebook síðu skiptstjórans og ákveðið að grínast aðeins.

Svona hljómaði pósturinn:

„Þá erum viðkomir norður fyrir land í ísinn,toguðum í dag frammá þessa ísbjarnarfjölskyldu.Reyndum mikið að snara eitt helvítið en það eru greinilega lélegir kúrekar hér um borð.Eins og mig vantaði nú einn í garðinn,sáum síðast til þeirra stefna beint á skagann svo Jói verður kominn með 3 í garðinn hjá sér um jólin og getur þá dundað við að setja jólakúlur í dindilinn á þeim."

Fréttamiðillinn Feykir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×