Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 13:39 Grindavík verður aðgengileg almenningi frá og með klukkan sex í fyrramálið. Vísir/Sigurjón Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur tilkynnti síðastliðinn miðvikudag bærinn yrði opinn almenningi en hann hafði verið lokaður öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum bæjarins, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Þó með þeim fyrirvara að hættustigi kunni að verða lýst aftur yfir vegna jarðhræringa. Sjá einnig: Opna Grindavík öllum eftir helgi Nefndin vísaði til þess að bærinn væri á lægsta almannavarnastigi og að stór hluti hans væri alveg óraskaður. Framkvæmdir hefðu átt sér stað í sumar við kortlagningu hættusvæða, að fylla í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Í tilkynningu á vef Ferðamálastofu segir að gera megi ráð fyrir að það sé áhugi á því að sjá hvaða áhrif jarðskjálftar og eldgos hafi haft á svæðið, bæði meðal almennings og ferðaþjónustuaðila sem hafi hug á að bjóða upp á ferðir um svæðið og bæinn. Í ljósi þess brýnir Ferðamálastofa fyrir fólki að sýna ábyrga ferðahegðun í ferðum um bæinn. Mikilvægt sé að skipuleggja og framkvæma ferðirnar af virðingu við samfélagið á svæðinu. Taka þurfi tillit til þess að þegar farið sé um svæðið í Efrahópi, sem hraun rann yfir í janúar, að þar hafi fjölskyldur misst aleigu sína. „Sýnum íbúum tillitssemi, göngum ekki um lóðir eða kíkjum á glugga yfirgefinna húsa svo dæmi séu tekin,“ segir á vef Ferðamálastofu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira