Erlent

Sérsveitarmenn skreyttu jólatré fyrir skæruliða

Kólombíski herinn hefur fundið upp á nýstárlegri aðferð við að draga úr baráttuþreki skæruliða FARC sem hafast við í frumskógum landsins. Sérsveit hersins fór með Blackhawk þyrlu djúpt inn á yfirráðasvæði skæruliðanna og skreytti 25 metra hátt jólatré með 2000 perum.

Tréið er búið hreyfiskynjurum þannig að það kviknar á því þegar menn nálgast rjóðrið þar sem það stetndur. Þetta er hugsað til þess að draga úr baráttuanda skæruliðanna og fá þá til að leggja niður vopn og snúa aftur til byggða.

Á trénu eru einnig slagorð á borð við: „Ef jólin geta komið í frumskóginn, þá getur þú komið heim." Öllum skæruliðum sem snúa heim er lofuð sakaruppgjöf. Til stendur að skreyta fleiri tré á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×