Innlent

Sækir ekki gull í greipar Kópavogsbúa

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að fyrrverandi landeigendur lands á Vatnsenda muni ekki sækja gull í greipar Kópavogsbúa. Í fréttum Ríkissjónvarpsins kom fram í gær að Kópavogsbær ætti yfir höfði sér 14 milljarða kröfu vegna lands á Vatnsenda sem tekið var eignarnámi fyrir þremur árum. Lögmaður landeiganda sagði bæjaryfirvöld í Kópavogi ekki hafa staðið við gerða samninga. Hann sagði ennfremur að málið væri á leið fyrir dómstóla.

Guðríður segir Samfylkinguna hafi verið á móti samkomulaginu á sínum tíma en að flokkurinn ætli að taka fullan þátt í að leysa deiluna. Til þess þurfi þó vilja af beggja hálfu og að þær tölur sem hafi verið nefndar séu út úr kortinu. Hún segist ennfremur efast um að landeigandinn hafi orðið fyrir skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×