Renault hugsanlega að hætta sem keppnislið 5. nóvember 2010 17:44 Renault hefur keppt í mörg ár í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Renault liðið sem vörumerki gæti verið að hætta í Formúlu 1 samkvæmt frétt á autosport.com í dag, en liðið er í meirihlutaeigu sjálfstæðs fyrirtækis sem heitir Genii Capital. Renault virðist ætla útvega liðum vélar á næsta ári, en hætta með keppnislið undir eigin merkjum. Í fréttinni segir að möguleiki sé að Lotus bílaframleiðandinn breski verði styrktaraðili hjá liði sem myndi þá kallast Lotus Renault og myndi nota Renault vélar eins og Red Bull og lið sem kallast í dag Lotus Racing. Áhöld hafa verið um hvort það lið hefur fullan rétt á notkun Lotus nafnsins, en það lið er í eigu malasíkra aðila og liðið kallast Lotus Racing. Þó hefur þetta lið samið við Renault um notkun á vélum fyrirtækisins á næsta ári og í tilkynningu frá Renault í dag, þá kallaði fyrirtækið þetta keppnislið 1 Malaysia Racing Team. Team Lotus var viðfrægt vörumerki í kappakstri á síðustu öld og ef marka má frétt autosport.com, þá virðist Lotus bílaframleiðandinn vilja endurreisa það nafn undir eigin formerkjum. Spurningin er hvernig Tony Fernandez sem er í forsvari fyrir Lotus Racing bregst við þessum fréttum en hann er ekki á mótsstað í Brasilíu um helgina. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Renault liðið sem vörumerki gæti verið að hætta í Formúlu 1 samkvæmt frétt á autosport.com í dag, en liðið er í meirihlutaeigu sjálfstæðs fyrirtækis sem heitir Genii Capital. Renault virðist ætla útvega liðum vélar á næsta ári, en hætta með keppnislið undir eigin merkjum. Í fréttinni segir að möguleiki sé að Lotus bílaframleiðandinn breski verði styrktaraðili hjá liði sem myndi þá kallast Lotus Renault og myndi nota Renault vélar eins og Red Bull og lið sem kallast í dag Lotus Racing. Áhöld hafa verið um hvort það lið hefur fullan rétt á notkun Lotus nafnsins, en það lið er í eigu malasíkra aðila og liðið kallast Lotus Racing. Þó hefur þetta lið samið við Renault um notkun á vélum fyrirtækisins á næsta ári og í tilkynningu frá Renault í dag, þá kallaði fyrirtækið þetta keppnislið 1 Malaysia Racing Team. Team Lotus var viðfrægt vörumerki í kappakstri á síðustu öld og ef marka má frétt autosport.com, þá virðist Lotus bílaframleiðandinn vilja endurreisa það nafn undir eigin formerkjum. Spurningin er hvernig Tony Fernandez sem er í forsvari fyrir Lotus Racing bregst við þessum fréttum en hann er ekki á mótsstað í Brasilíu um helgina.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira