Atli Viðar: Vorum frábærir í seinni og gátum unnið miklu stærra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 21:07 Atli Viðar Björnson. Mynd/Anton „Við gætum ekki verið hamingjusamari en akkurat núna," sagði FH-ingurinn Atli Viðar Björnson eftir 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleiknum í kvöld. Atli Viðar var þarna að verða bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum. „Ég skal viðurkenna það að þetta eru stærri tölur en mér óraði fyrir. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur milli tveggja góðra liða. KR-ingar eru búnir að vera að fá fá mörk á sig að undanförnu þannig að það er stórkostlegt að hafa skorað á þá fjögur mörk," sagði Atli Viðar. „Ég veit ekkert með þessi víti og það getur vel verið að þetta hafi veri strangir dómar. Það var hinsvegar dæmt víti og það er allt rétt sem dómarinn gerir," sagði Atli Viðar um vítaspyrnudómanna tvo sem komu FH í 2-0 í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum ekkert alltof vel og við vorum í smá basli með þá í upphafi og það var jafnræði í leiknum þangað til að við skorum. Þetta var aldrei spurning í seinni hálfleiknum, við fengum fullt að færum og hefðum getað unnið miklu stærra. Við vorum frábærir í seinni hálfleiknum," sagði Atli Viðar. Atli Viðar fékk nokkur færi í leiknum en náði loksins að skora sextán mínútum fyrir leikslok og gulltryggja um leið sigur FH-inga. „Ég var búinn að fá nokkur tækifæri en það var gaman að skora þetta þriðja mark sem ég held að hafi drepið leikinn. Það er líka frábært að ná að skora í bikarúrslitaleik," sagði Atli Viðar að lokum en hann mátti ekki taka þátt í úrsltialeiknum fyrir þremur árum þegar hann var í láni hjá Fjölni sem töpuðu þá fyrir FH í úrslitaleiknum. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
„Við gætum ekki verið hamingjusamari en akkurat núna," sagði FH-ingurinn Atli Viðar Björnson eftir 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleiknum í kvöld. Atli Viðar var þarna að verða bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum. „Ég skal viðurkenna það að þetta eru stærri tölur en mér óraði fyrir. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur milli tveggja góðra liða. KR-ingar eru búnir að vera að fá fá mörk á sig að undanförnu þannig að það er stórkostlegt að hafa skorað á þá fjögur mörk," sagði Atli Viðar. „Ég veit ekkert með þessi víti og það getur vel verið að þetta hafi veri strangir dómar. Það var hinsvegar dæmt víti og það er allt rétt sem dómarinn gerir," sagði Atli Viðar um vítaspyrnudómanna tvo sem komu FH í 2-0 í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum ekkert alltof vel og við vorum í smá basli með þá í upphafi og það var jafnræði í leiknum þangað til að við skorum. Þetta var aldrei spurning í seinni hálfleiknum, við fengum fullt að færum og hefðum getað unnið miklu stærra. Við vorum frábærir í seinni hálfleiknum," sagði Atli Viðar. Atli Viðar fékk nokkur færi í leiknum en náði loksins að skora sextán mínútum fyrir leikslok og gulltryggja um leið sigur FH-inga. „Ég var búinn að fá nokkur tækifæri en það var gaman að skora þetta þriðja mark sem ég held að hafi drepið leikinn. Það er líka frábært að ná að skora í bikarúrslitaleik," sagði Atli Viðar að lokum en hann mátti ekki taka þátt í úrsltialeiknum fyrir þremur árum þegar hann var í láni hjá Fjölni sem töpuðu þá fyrir FH í úrslitaleiknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira