Innlent

Ísland „umhverfisvænasta“ land í heimi

MYND/Páll

Ísland lendir í fyrsta sæti þegar frammistaða þjóðríkja í umhverfismálum er metin. Frá þessu var skýrt á Davos ráðstefnunni í dag þar sem valdamestu menn heimsins koma saman til þess að ræða efnahagsmál og önnur málefni sem hæst eru á baugi hverju sinni. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin er út annað hvert ár og kallast EPI, eða The Envrironmental Performance Index, sem útleggja mætti sem Umhverfis-frammistöðu vísitalan.

Öðrum ríkjum farnast ekki eins vel í umhverfismálunum og samkvæmt skýrslunni hefur Bandaríkjunum og Kína, tveimur öflugustu ríkjum heims, mistekist hvað varðar umhverfismál síðustu árin.













EPI vísitalan tekur saman tíu mismunandi þætti fyrir hverja þjóð, þar á meðal umhverfislega heilsu, loftgæði, vatnsbúskap, líffræðilegan fjölbreytileika, fiskveiðistjónun og landbúnað. Ísland hreppti fyrsta sætið fyrir vinnu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skógrækt. Aðrar Evrópuþjóðir á borð við Sviss, Svíþjóð og Noreg röðuðu sér í efstu sætin en Costa Rica er eina landið utan Evrópu sem kemst í eitt af fimm efstu sætunum.

Fátækari ríki heimsins eru hinsvegar verr stödd og í fimm neðstu sætunum lentu Tógó, Angóla, Máritanía, Miðafríkulýðveldið og Síerra Leone lenti í nesta sæti.

Bandaríkin lentu í 61. sæti og hafa fallið um 22 sæti frá síðustu skýrslu. Önnur iðnríki sem koma illa út í skýrslunni eru Kanada sem fellur um 44 sæti og Kína, sem lækkar um 16 sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×