Innlent

Um 1000 Íslendingar eru strandaglópar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Um þúsund Íslendingar eru strandaglópar á flugvöllum í Evrópu vegna snjóa. Samgöngur í álfunni eru víða í lamasessi og segja flugfarþegar að upplýsingaflæði frá flugfélögum sé mjög ábótavant. Miklir snjóar og vetrahrökur hafa verið á Bretlandseyjum undanfarna daga og eru samgöngur þar víða í algjöru uppnámi.

Flug til og frá Keflavíkurflugvelli hefur raskast verulega vegna veðursins í Evrópu, þá sérstaklega til og frá Lundúnum, Frankufurt og Parísar. Fréttastofa ræddi við konu sem átti bókað flug frá Kastrup-flugvelli Danmörku. Hún segir að ferðafélagar hennar séu með fjögur börn á ferð, þar af eitt ungbarn. Þau hafi átt bókað flug um klukkan ellefu frá Kastrup til Akureyrar. Hún segist ekki hafa fengið tilkynningu um að það flug myndi tefjast fyrr en rétt áður en þau áttu að bóka sig inn eða um klukkan hálf tíu.

Hún segir að því hafi þau sett sig í samband við Iceland Express en skiptiborðið hjá þeim sé aðeins opið hluta úr degi og telur að mjög hafi skort á upplýsingar til farþega. Forstjóri fyrirtækisins segir að sig taki sárt að heyra af stöðunni en benti á að flug í Evrópu væri almennt í miklu uppnámi og því erfitt við að eiga. Hann sagði að áætlaður brottfaratími sem auglýstur hefði verið í allan dag um klukkan sjö stæðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×