Innlent

Telur Steingrím Sigfússon njóta trausts

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson telur Steingrím njóta trausts.
Árni Þór Sigurðsson telur Steingrím njóta trausts.
„Það er orðið frekar lint í einu af dekkjunum en við getum haldið áfram í einhvern tíma svona," segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, vegna þeirrar ákvörðunar þriggja þingmanna VG að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Róbert og Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG, voru gestir í sunnudagsspjalli á Stöð 2 að loknum fréttum í kvöld.

Hann sagði að þetta veikti óneitanlega stjórnina. Ríkisstjórn sem kæmi ekki sínum málum í gegn væri fallin. Hins vegar hefði þessi ríkisstjórn náð sínum málum í gegn hingað til. Róbert sagði hins vegar að ef staðan væri þannig að hún sæti uppi með þrjá einstaklinga sem gerðu ekki málamiðlanir þyrfti að skoða hvort hægt væri að líta á þau sem hluta af stjórnarliðinu. Þá þyrftu menn að velta fyrir sér í framhaldi hvort ekki sé eðlilegra að semja við aðra en þessa þrjá.

Aðspurður um stöðu Steingríms J. Sigfússonar, sagði Árni Þór Sigurðsson að hann mæti hana sterka. „Það hefur komið fram í skoðanakönnun um langt skeið að hann nýtur stuðnings þjóðarinnar og reyndar líka kjósenda Vinstri grænna þegar að það er brotið upp," sagði Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×