Erlent

Glæparannsókn hafin á strandinu við Jólaeyju

Áströlsk stjórnvöld hafa fyrirskipað glæparannsókn á tildrögum þess að skip hlaðið hælisleitendum strandaði við Jólaeyju í vikunni með þeim afleiðingum að 28 um borð fórust.

Talið var í fyrstu að 70 manns hafi verið um borð en 42 var bjargað á land. Innanríkisráðherra Ástralíu segir hinsvegar að vísbendingar hafi komið fram að allt að 100 manns hafi verið um borð áður en báturinn strandaði og að fleiri lík eigi eftir að finnast.

Glæparannsóknin muni meðal annars beinast að því hvort sigling bátsins til Jólaeyjar tengist mansali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×