Körfubolti

Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Burton lék vel með Snæfelli í kvöld.
Sean Burton lék vel með Snæfelli í kvöld.

Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri.

Sean Burton lék mjög vel fyrir Snæfellsliðið í kvöld sérstaklega í seinni hálfleiknum þar sem hann skoraði 17 af 23 stigum sínum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skorðai 18 stig og Jón Ólafur Jónsson var með 16 stig og 10 fráköst fyrir Snæfell í kvöld. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur há Grindavík með 20 stig.

Grindavíkingar héngu í heimamönnum framan af leik, staðan var 18-18 eftir fyrsta leikhluta og Snæfell var með sjö stiga forskot í hálfleik, 39-32. Snæfell stakk hinsvegar af í þriðja leihlutanum sem liðið vann 26-19 og var því komið fjórtán stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 65-51.

Grindvíkingar gáfust ekki upp og náðu að koma muninum niður í sex stig á lokasekúndunum en það var ekki nóg og heimamenn unnu þriðja leikinn sinn í röð.

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, tók fram skónna og spilaði leikinn en Grindavíkurliðið lék án bandarísk leikmanns þar sem að Andre Smith var farinn frá liðinu. Helgi Jónas spilaði í 8 mínútur og skoraði á þeim 9 stig.

Snæfell-Grindavík 79-71 (18-18, 21-14, 26-19, 14-20)



Snæfell: Sean Burton 23/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 11/13 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 3/3 varin skot, Kristján Andrésson 2.

Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 20/7 fráköst, Ryan Pettinella 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst/7 stoðsendingar, Helgi Jónas Guðfinnsson 9, Þorleifur Ólafsson 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×