Ætla að kafa niður að tveimur skipsflökum 31. júlí 2010 08:00 Kolkrabbinn Octopus, eða Kolkrabbinn, er gríðarlegt mannvirki. Um borð eru meðal annars tveir kafbátar og er annar þeirra með svefnpláss fyrir átta manns í allt að tvær vikur. Fréttablaðið / anton Risasnekkjan Octopus, sem er í eigu auðjöfursins Pauls Allen, kom til landsins í gær og lá við akkeri í ytri höfninni í Reykjavík fram á kvöld. Þá stóð til að hún legðist við festar við Miðbakka. Ráðgert er að snekkjan verði hér í sex daga. Mikil leynd ríkir yfir ferð snekkjunnar. Hún er ein sú stærsta í heimi, 126 metrar á lengd eða um 50 metrum lengri en Herjólfur. Snekkjan er meðal annars búin tveimur kafbátum. Skipverjar á Octopus hyggjast kafa niður að tveimur skipsflökum; eftirlitsskipinu Hamilton og olíuskipinu Shirlon. Báðum skipunum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni. Þá munu skipverjar hafa kannað möguleikann á leyfi til köfunar í Þingvallavatni. Um miðjan dag í gær hafði Fornleifavernd ríkisins ekki fengið upplýsingar um fyrirætlanir áhafnar Octopus. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, gagnrýndi það harkalega í samtali við Fréttablaðið, sagðist hafa verið í sambandi við áhöfnina en verið neitað um allar upplýsingar. Heimsókn snekkjunnar hafi verið komin inn á borð nokkurra stofnana og ráðuneyta fyrir löngu síðan, og nefndi í því sambandi utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og Umhverfisstofnun. Engin þessara stofnana hafði haft samband við hana fyrr en þegar líða fór á kvöldið. „Það gleymdist að tala við okkur en við hefðum kosið að þeir hefðu gert það,” segir Kristín Huld. Nú sé hins vegar búið að tryggja það að stjórnsýslan sé rétt og upplýsa áhöfnina um þau lög sem gilda um þjóðminjar. „Ef skip eru eldri en hundrað ára eða friðlýst þarf leyfi frá okkur,“ segir Kristín Huld en slíku sé ekki til að dreifa með flökin af Hamilton og Shirlon. - sh / kh Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Risasnekkjan Octopus, sem er í eigu auðjöfursins Pauls Allen, kom til landsins í gær og lá við akkeri í ytri höfninni í Reykjavík fram á kvöld. Þá stóð til að hún legðist við festar við Miðbakka. Ráðgert er að snekkjan verði hér í sex daga. Mikil leynd ríkir yfir ferð snekkjunnar. Hún er ein sú stærsta í heimi, 126 metrar á lengd eða um 50 metrum lengri en Herjólfur. Snekkjan er meðal annars búin tveimur kafbátum. Skipverjar á Octopus hyggjast kafa niður að tveimur skipsflökum; eftirlitsskipinu Hamilton og olíuskipinu Shirlon. Báðum skipunum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni. Þá munu skipverjar hafa kannað möguleikann á leyfi til köfunar í Þingvallavatni. Um miðjan dag í gær hafði Fornleifavernd ríkisins ekki fengið upplýsingar um fyrirætlanir áhafnar Octopus. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður stofnunarinnar, gagnrýndi það harkalega í samtali við Fréttablaðið, sagðist hafa verið í sambandi við áhöfnina en verið neitað um allar upplýsingar. Heimsókn snekkjunnar hafi verið komin inn á borð nokkurra stofnana og ráðuneyta fyrir löngu síðan, og nefndi í því sambandi utanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og Umhverfisstofnun. Engin þessara stofnana hafði haft samband við hana fyrr en þegar líða fór á kvöldið. „Það gleymdist að tala við okkur en við hefðum kosið að þeir hefðu gert það,” segir Kristín Huld. Nú sé hins vegar búið að tryggja það að stjórnsýslan sé rétt og upplýsa áhöfnina um þau lög sem gilda um þjóðminjar. „Ef skip eru eldri en hundrað ára eða friðlýst þarf leyfi frá okkur,“ segir Kristín Huld en slíku sé ekki til að dreifa með flökin af Hamilton og Shirlon. - sh / kh
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira