Viðskipti erlent

Gjaldþrot fyrirtækja aldrei fleiri í Danmörku

Fjöldi gjaldþrota hjá fyrirtækjum í Danmörku fór í 581 í febrúar en þau voru 519 í janúar. Samkvæmt frétt á börsen.dk hafa gjaldþrot aldrei verið fleiri í einum mánuði í landinu frá árinu 1979 þegar byrjað var að taka saman upplýsingar um þau.

Það eru einkum fyrirtæki á sviði verslunar og flutninga sem falla eins og flugur þessa dagana eins og það er orðað á börsen.dk. Mestur fjöldinn er á höfuðborgarsvæði landsins.

Á sama tíma hefur fjöldi nauðungaruppboða á fasteignum dregist saman. Uppboðin voru 467 í febrúar en 479 í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×