Formúla 1

Schumacher: Eins og krakki að bíða jólanna

Michael Schumacher skoðar baksýnisspeglinn öðru megin á bílnum á æfingu.
Michael Schumacher skoðar baksýnisspeglinn öðru megin á bílnum á æfingu. mynd: Getty Images

Michael Schumacher segir að hann sé spenntur fyrir fyrsta Formúlu 1 mótinu sem hann keppir í síðan 2006.

"Mér líður eins og krakka sem er að bíða jólanna. Mér finnst langt síðan ég tók ákvörðun um að keppa á ný og ég get ekki beðið eftir því að komast af stað í Bahrain", sagði Schumacher um komandi mót á vefsíðu Ferrari.

"Batteríin voru búinn hjá mér þegart ég hætti, (árið 2006) en núna er ég í fullkomnu líkamlegu og andlegu ástandi. Ég er ferskari en nokkru sinni áður og tilbúinn í átökin. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ég hefði neitað endurkomu. en hlutirnir breytast stundum hratt."

"Við verðum að byrja tímabilið í fremstu röð og við verðum með nýja hluti í bílnum í Bahrain sem ætti að hjálpa til", sagði Schumacher sem hefur æft af kappi síðustu vikurnar með Mercedes liðinu ásamt Nico Rosberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×