Innlent

Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon á von á því að nýjar upplýsingar komi fram um Icesave. Mynd/ Anton Brink.
Steingrímur J. Sigfússon á von á því að nýjar upplýsingar komi fram um Icesave. Mynd/ Anton Brink.
„Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins.

Arnold Schilder, fyrrverandi stjórnarformaður fjármálaeftirlitsins, sagði að Íslendingar hefðu logið að Hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun.

Steingrímur sagðist hafa verið bundin trúnaði varðandi ýmsar upplýsingar sem skiptu máli varðandi Icesavemálið. Þeim trúnaði yrði væntanlega aflétt þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kæmi út.

Steingrímur sagði að þegar að upplýsingunum yrðu aflétt myndi koma í ljós í hversu erfiðri stöðu Island gæti verið ef málið færi fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×