Blóðvatn á Eskifirði: Heilbrigðiseftirlitið átti að loka veitunni 25. júlí 2010 17:58 Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð gagnrýnir heilbrigðiseftirlitið harðlega eftir að blóðvatn lak í vatnsveitubæjarins í byrjun mánaðarins. Hann segir að eftirlitið hafi gefið grænt ljós á vatnsveituna eftir að hafa bara tekið sýni á einum stað. Nokkrum dögum síðar hafi hundrað til tvö hundrað manns verið með niðurgang og fólk farið á spítala í kjölfarið. „Ég hef grun um að það hafi bara verið teknar prufur í sundlauginni en hún er bara hluti af stoðkerfinu. Síðan halda íbúarnir áfram að drekka vatnið og það eru engar ráðstafanir gerðar því allt átti að vera í lagi." Stuttu síðar fer fólk að lenda í því að vera með niðurgang. „Og þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að það eru kannski hundrað til tvöhundruð manns með niðurgang og hluti af þeim fór á sjúkrahús. Íbúarnir gera sér ekki grein fyrir því hvað er að skeð."Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúiHann segir heilbrigðiseftirlitið hafa brugðist. „Heilbrigðiseftirlitið á að sjá um það að loka smituðum veitum og gefa leyfi fyrir þessu. Ekki voru þau að gera kröfu um að veitunni yrði lokað eða að hún yrði klóruð. Eftirlitið tók ekki sýni vítt og breitt um bæinn, mér vitanlega. Með öðrum orðum þetta embættismannakerfi heilbrigðiseftirlitsins er í molum og þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið. Ef þetta hefði gerst í stórborg hefðu menn sagt af sér. En við búum í litlusamfélagi og heilbrigðiseftirlitið lætur eins og það viti ekki af þessu." Andrés telur að þegar að fólk hafi byrjað að veikjast hafi starfsmenn sveitarfélagsins gripið inn í og farið út í frekari hreinsanir. „Þá er gefin út tilkynning að vatnið sé smitað. Þetta er náttúrlega til skammar og mér finnst að Helga Hreinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands eigi að segja af sér. Það er bara verið að breiða yfir þetta. Hún átti að loka veitunni og krefjast þess að íbúarnir yrðu varaðir við, og taka sýni vítt og breitt um bæinn en ekki bara í sundlauginni," segir Andrés. „Það er lögreglan sem stöðvar umferð þegar það verður óhapp og það er hlutverk lögreglunnar að hleypa henni aftur af stað. Heilbrigðiseftirlitið er lögreglan í þessu máli og eftirlitið brást," segir Andrés að lokum. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðarbyggð gagnrýnir heilbrigðiseftirlitið harðlega eftir að blóðvatn lak í vatnsveitubæjarins í byrjun mánaðarins. Hann segir að eftirlitið hafi gefið grænt ljós á vatnsveituna eftir að hafa bara tekið sýni á einum stað. Nokkrum dögum síðar hafi hundrað til tvö hundrað manns verið með niðurgang og fólk farið á spítala í kjölfarið. „Ég hef grun um að það hafi bara verið teknar prufur í sundlauginni en hún er bara hluti af stoðkerfinu. Síðan halda íbúarnir áfram að drekka vatnið og það eru engar ráðstafanir gerðar því allt átti að vera í lagi." Stuttu síðar fer fólk að lenda í því að vera með niðurgang. „Og þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því að það eru kannski hundrað til tvöhundruð manns með niðurgang og hluti af þeim fór á sjúkrahús. Íbúarnir gera sér ekki grein fyrir því hvað er að skeð."Andrés Elísson fyrrverandi bæjarfulltrúiHann segir heilbrigðiseftirlitið hafa brugðist. „Heilbrigðiseftirlitið á að sjá um það að loka smituðum veitum og gefa leyfi fyrir þessu. Ekki voru þau að gera kröfu um að veitunni yrði lokað eða að hún yrði klóruð. Eftirlitið tók ekki sýni vítt og breitt um bæinn, mér vitanlega. Með öðrum orðum þetta embættismannakerfi heilbrigðiseftirlitsins er í molum og þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið. Ef þetta hefði gerst í stórborg hefðu menn sagt af sér. En við búum í litlusamfélagi og heilbrigðiseftirlitið lætur eins og það viti ekki af þessu." Andrés telur að þegar að fólk hafi byrjað að veikjast hafi starfsmenn sveitarfélagsins gripið inn í og farið út í frekari hreinsanir. „Þá er gefin út tilkynning að vatnið sé smitað. Þetta er náttúrlega til skammar og mér finnst að Helga Hreinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands eigi að segja af sér. Það er bara verið að breiða yfir þetta. Hún átti að loka veitunni og krefjast þess að íbúarnir yrðu varaðir við, og taka sýni vítt og breitt um bæinn en ekki bara í sundlauginni," segir Andrés. „Það er lögreglan sem stöðvar umferð þegar það verður óhapp og það er hlutverk lögreglunnar að hleypa henni aftur af stað. Heilbrigðiseftirlitið er lögreglan í þessu máli og eftirlitið brást," segir Andrés að lokum.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira