Shrek með fimm högga forustu á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2010 20:56 Louis Oosthuizen Mynd/AP Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen. Golf Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen.
Golf Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira