Shrek með fimm högga forustu á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2010 20:56 Louis Oosthuizen Mynd/AP Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen. Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga forskot eftir annan daginn á opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Íriinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hinsvegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömdum erfiða aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 höggum í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen er kallaður Shrek af vinum sínum og hefur best náð 73. sæti á risamóti sem var á PGA-meistaramótinu 2008. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimmtugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrradag þegar hann fékk sex fugla á síðustu níu holunum. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veðurs. Biðin fór greinilega með taugarnarna því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði daginn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods endaði annan hringinn á því að rétt missa af erni en er í 15. sæti á fjórum höggum undir pari eða átta höggum á eftir Louis Oosthuizen.
Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira