Innlent

Fjármál Hraðbrautar til Ríkisendurskoðunar

Ólafur H. Jónsson.
Ólafur H. Jónsson.

Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á Menntaskólanum Hraðbraut en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu þá er það gert vegna þess að samningar á milli ríkis og skólans renna út í ár.

Í kjölfarið var óskað eftir ársreikningum skólans og það var síðan ákveðið að senda þá til sérstakrar skoðunar hjá Ríkisendurskoðun.

Það var DV sem greindi frá því í morgun að Ólafur Haukur Johnsson viðskiptafræðingur, skólastjóri og annar eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, hefði meðal annars hafa tekið tugi milljóna króna út úr skólanum í formi arðs og lána.

Þar segir einnig að hann eigi að hafa látið eignarhaldsfélagið sem á og rekur skólann, lána fjárfestingarfélagi í hans eigu og annarra hluthafa, 100 milljónir króna á árunum 2007 og 2008.

Þá heldur DV því fram að fjárfestingarfélag Ólafs skuldi rekstrarfélagi skólans 50 milljónir króna sem eru á gjalddaga árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×