Vinur Steingríms rýrir trúverðugleika hans í bréfi til saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2010 18:30 Steingrímur Wernersson. Mynd úr safni. Steingrímur Wernersson sem átti fjárfestingarfélagið Milestone með Karli bróður sínum hefur undanfarin tvö ár glímt við alvarleg veikindi og ekki sinnt fjárhagslegum málefnum sínum, að því er fram kemur í bréfi lögmanns hans til embættis sérstaks saksóknara. Þetta gæti kastað rýrð á trúverðugleika vitnisburðar Steingríms. Steingrímur Wernersson hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá en embættið hefur frá því í júlí á síðasta ári rannsakað hvort færsla á eignum úr móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá á síðastliðnum tveimur árum varði við lög um hlutafélög, lög um starfsemi tryggingafélaga eða kunni hugsanlega að falla undir umboðssvik. Sérstakur saksóknari tók skýrslu af Steingrími Wernerssyni hinn 5. júlí á síðasta ári í tengslum við rannsókn á Milestene og Sjóvá. Við skýrslutöku sakaði Steingrímur Karl bróður sinn um ýmis alvarleg auðgunarbrot, en báðir hafa þeir stöðu sakborninga í rannsókninni. Steingrímur greindi ítarlega frá samskiptum við Karl bróður sinn og sagði hann hafa útilokað sig frá rekstri Milestone, sagði hann siðblindan og kallaði hann einræðisherra. Í bréfi sem Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og vinur Steingríms sem var jafnframt viðstaddur skýrslutökuna, sendi embætti sérstaks saksóknara hinn 3. desember síðastliðinn og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að Steingrímur hafi átt við talsverð veikindi að stríða og verið undir læknishendi bæði hér á landi og erlendis frá árinu 2008. Þá segir Stefán í bréfinu að Steingrímur hafi gefið út allsherjarumboð sér til handa þar sem hann hafi ekki getað sinnt fjármálum sínum sjálfur vegna veikindanna. Þá segir Stefán í bréfinu: „Steingrímur nafngreinir fjölda manna í skýrslutökunni en þar má þó helst telja Guðmund Ólason, Karl Wernersson og Jóhannes Sigurðsson. Að auki sakar Steingrímur umrædda menn um ýmis alvarleg auðgunarbrot gegn almennum hegningarlögum. Til að taka allan vafa þar um þá deilir undirritaður ekki sömu skoðunum á ofangreindum mönnum og Steingrímur né hef ég í mínum störfum fyrir Steingrím rekist á nokkuð það efni sem styður að þeir hafi gerst sekir um brot gegn almennum hegningarlögum." Bréf Stefáns er meðal gagna í málinu, en lögmenn sakborninga eiga rétt á öllum gögnum í síðasta lagi þremur vikum eftir að þau verða til, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Rannsókn sérstaks saksóknara stendur enn yfir og henni miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá embættinu. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Steingrímur Wernersson sem átti fjárfestingarfélagið Milestone með Karli bróður sínum hefur undanfarin tvö ár glímt við alvarleg veikindi og ekki sinnt fjárhagslegum málefnum sínum, að því er fram kemur í bréfi lögmanns hans til embættis sérstaks saksóknara. Þetta gæti kastað rýrð á trúverðugleika vitnisburðar Steingríms. Steingrímur Wernersson hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á Milestone og Sjóvá en embættið hefur frá því í júlí á síðasta ári rannsakað hvort færsla á eignum úr móðurfélaginu Milestone inn í Sjóvá á síðastliðnum tveimur árum varði við lög um hlutafélög, lög um starfsemi tryggingafélaga eða kunni hugsanlega að falla undir umboðssvik. Sérstakur saksóknari tók skýrslu af Steingrími Wernerssyni hinn 5. júlí á síðasta ári í tengslum við rannsókn á Milestene og Sjóvá. Við skýrslutöku sakaði Steingrímur Karl bróður sinn um ýmis alvarleg auðgunarbrot, en báðir hafa þeir stöðu sakborninga í rannsókninni. Steingrímur greindi ítarlega frá samskiptum við Karl bróður sinn og sagði hann hafa útilokað sig frá rekstri Milestone, sagði hann siðblindan og kallaði hann einræðisherra. Í bréfi sem Stefán Bragi Bjarnason, lögfræðingur og vinur Steingríms sem var jafnframt viðstaddur skýrslutökuna, sendi embætti sérstaks saksóknara hinn 3. desember síðastliðinn og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að Steingrímur hafi átt við talsverð veikindi að stríða og verið undir læknishendi bæði hér á landi og erlendis frá árinu 2008. Þá segir Stefán í bréfinu að Steingrímur hafi gefið út allsherjarumboð sér til handa þar sem hann hafi ekki getað sinnt fjármálum sínum sjálfur vegna veikindanna. Þá segir Stefán í bréfinu: „Steingrímur nafngreinir fjölda manna í skýrslutökunni en þar má þó helst telja Guðmund Ólason, Karl Wernersson og Jóhannes Sigurðsson. Að auki sakar Steingrímur umrædda menn um ýmis alvarleg auðgunarbrot gegn almennum hegningarlögum. Til að taka allan vafa þar um þá deilir undirritaður ekki sömu skoðunum á ofangreindum mönnum og Steingrímur né hef ég í mínum störfum fyrir Steingrím rekist á nokkuð það efni sem styður að þeir hafi gerst sekir um brot gegn almennum hegningarlögum." Bréf Stefáns er meðal gagna í málinu, en lögmenn sakborninga eiga rétt á öllum gögnum í síðasta lagi þremur vikum eftir að þau verða til, samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Rannsókn sérstaks saksóknara stendur enn yfir og henni miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira