Innlent

Býst við gjaldi fyrir sumarbústaðinn

Bústaðurinn við Úlfljótsvatn Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að borgarfulltrúar og embættismenn greiði fyrir afnot sumarhúss borgarinnar.Fréttablaðið/Stefán
Bústaðurinn við Úlfljótsvatn Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að borgarfulltrúar og embættismenn greiði fyrir afnot sumarhúss borgarinnar.Fréttablaðið/Stefán

„Ég er þeirrar skoðunar að reglur um þetta, sem hvíla á rúmlega tuttugu ára gamalli hefð, séu barn síns tíma eins og svo margt annað,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn og er lánaður án endurgjalds til borgarfulltrúa og útvalinna embættismanna.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, ekki eðlilegt að veita ókeypis afnot af sumarhúsi borgarinnar. Hann hefur lagt til í forsætisnefnd að tekið verði upp gjald fyrir afnotin.

„Það eru góð rök fyrir því að endur­skoða þessar reglur. Við erum að yfirfara allt sem leiðir til aukinnar hagræðingar og betri rekstrar,“ segir Hanna Birna. Hún undirstrikar þó að málið sé enn til meðferðar hjá skrifstofustjóra borgarstjórnar.

„Án þess að ég geti fullyrt um niðurstöðuna finnst mér eðlilegt að endurskoða reglurnar með það að markmiði að taka fyrir þetta gjald,“ segir borgarstjóri. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×