Erlent

Uppljóstrarinn vildi halda heimilisfanginu leyndu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julian Assange vildi halda heimilisfangi sínu leyndu. Mynd/ afp.
Julian Assange vildi halda heimilisfangi sínu leyndu. Mynd/ afp.
Julian Assange, stofnandi uppljóstrarasíðunnar WikiLeaks, vildi ekki að heimilisfang hans yrði gert opinbert í réttarsal í gær þegar að dómari úrskurðaði að honum skyldi veitt lausn úr varðhaldi gegn tryggingu.

Samkvæmt frásögn Daily Mail sögðu lögmenn Assange að vegna friðhelgi einkalífs ætti að halda heimilisfanginu leyndu. Dómarinn tók ekki undir kröfur lögmanna hans og greindi öllum þeim sem heyra vildu að Assange hefst við í Captain Vaughan Smith's Ellingham Hall á mótum Norfolk og Suffolk.

Dómari mun taka endanlega ákvörðun um það á morgun hvort Assange verður látinn laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×