Viðræðurnar hefjast formlega á morgun 26. júlí 2010 04:30 Össur Skarphéðinsson Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira
Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Sjá meira