Viðræðurnar hefjast formlega á morgun 26. júlí 2010 04:30 Össur Skarphéðinsson Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráðstefnan verður stutt og formleg. Það sem gerist er að ég legg fram skriflega greinargerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er rækilega yfir breiðu línurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þessar mundir,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varðandi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu landbúnaðar hér á landi og hversu gríðarlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggðamál, efnahagsmál og myntsamstarfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa sporin fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármálaþjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráðinu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða langar því samningarnir um fiskveiðar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samninganna verði fiskveiðar, landbúnaður og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira