Enski boltinn

Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer.
Alan Shearer. Mynd/AFP
Alan Shearer hefur áhuga á því að taka aftur við liði Newcastle en félagið leitar nú að nýjum stjóra eftir að Chris Hughton var óvænt rekinn í gær. Það þykja mesta líkur á því að Martin Jol eða Alan Pardew verði ráðnir en Newcastle ætlar að reyna að ganga frá nýjum stjóra fyrir helgi.

Alan Shearer stýrði Newcastle í átta leikjum í lok 2008-09 tímabilsins en tókst ekki að halda liðinu uppi í ensku úrvalsdeildinni. Chris Hughton tók við af honum og stýrði liðinu upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

„Þrátt fyrir það hvernig þetta endaði hjá mér á sínum tíma þá naut ég þess að vera stjóri Newcastle og ég myndi því sýna mikinn áhuga ef tækifærið byðist á ný," sagði Shearer í viðtali við FourFourTwo blaðið.

Peter Beardsley tók tímabundið við stjórastöðunni á meðan eigandinn Mike Ashley leitar að nýjum stjóra. Það eru ekki miklar líkur á því að hann ráði þó Shearer enda var Chris Hughton rekinn af því að hann vantaði meiri reynslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×