Duglegur-fasismi Charlotte Bøving skrifar 22. júlí 2010 09:48 Verandi útlendingur sem býr hér á Íslandi hef ég oft velt fyrir mér mikilli notkun hugtaksins að vera DUGLEG(UR). Mig langar jafnvel að leyfa mér að fullyrða að hér á landi sé útbreiddur "duglegur-fasismi". Hvað þýðir það að vera dugleg(ur)? - Að maður hafi staðið sig vel? En við myndum aldrei segja heimsþekktum lista- eða fræðimanni að hann eða hún væri dugleg; Mikið ertu dugleg, Björk! Þá værum við að tala niður til viðkomandi. En við hvern segjum við það þá? Við heilaþvoum börn með þessu hugtaki frá unga aldri: "Mikið ertu duglegur að labba" segjum við því, en hvernig getur það staðist. Það er nokkuð náttúrulegur hluti af þroskaferlinu að stíga sín fyrstu skref. Rétt eins og það er að læra að tala. Annars skriðum við enn öll um og böbluðum eins og ungabörn! "En hvað þú varst dugleg að borða" er sagt við barnið. En barnið borðar til að seðja hungur sitt og ef það gerði það ekki dæi það úr hungri. "Sjáðu mamma, ég er að róla!" æpti barnið á mömmu sína. "Já, þú ert svo dugleg að róla!" svaraði mamman. Við erum svo vön þessu svari, en ef við veltum því aðeins fyrir okkur? Ef barnið til dæmis dytti úr rólunni, væri það þá ekki lengur duglegt að róla sér? Myndi það þá skammast sín, því það væri ekki lengur duglegt? Barnið var ekki að biðja um að vera duglegt, það bað um athygli. Það bað um að mamman sæi það: "Sjáðu mamma, ég er að róla!" Hvernig væri að mamma þess í staðinn svaraði: "Já, ég sé þig, en skemmtilegt!" Það er gaman að róla og ef ég dett úr rólunni rís ég bara á fætur og stekk aftur á róluna. Annað er eins og að hrósa barni fyrir að vera duglegt að leika sér. Börn leika sér vegna þess að þau vita ekkert betra. Það er gaman, lærdómsríkt og spennandi að hverfa inn í leikinn, rétt eins og það trúlega er fyrir lista- eða fræðimanninn að sinna störfum sínum. Þau eru því ekki dugleg, heldur snilldarleg! Ég heyri þennan "duglegur-fasisma" allt í kring um mig og held því fram að hann loði við. Það að vera dugleg er stór hluti af sjálfsmynd okkar sem fullorðið fólk. Svo þegar við erum ekki dugleg, hvað erum við þá? Slöpp? Löt? Lúserar? Í þessari dásamlegu sumarblíðu langar mig að hvetja okkur öll til þess að vera minna dugleg og leika okkur meira! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Verandi útlendingur sem býr hér á Íslandi hef ég oft velt fyrir mér mikilli notkun hugtaksins að vera DUGLEG(UR). Mig langar jafnvel að leyfa mér að fullyrða að hér á landi sé útbreiddur "duglegur-fasismi". Hvað þýðir það að vera dugleg(ur)? - Að maður hafi staðið sig vel? En við myndum aldrei segja heimsþekktum lista- eða fræðimanni að hann eða hún væri dugleg; Mikið ertu dugleg, Björk! Þá værum við að tala niður til viðkomandi. En við hvern segjum við það þá? Við heilaþvoum börn með þessu hugtaki frá unga aldri: "Mikið ertu duglegur að labba" segjum við því, en hvernig getur það staðist. Það er nokkuð náttúrulegur hluti af þroskaferlinu að stíga sín fyrstu skref. Rétt eins og það er að læra að tala. Annars skriðum við enn öll um og böbluðum eins og ungabörn! "En hvað þú varst dugleg að borða" er sagt við barnið. En barnið borðar til að seðja hungur sitt og ef það gerði það ekki dæi það úr hungri. "Sjáðu mamma, ég er að róla!" æpti barnið á mömmu sína. "Já, þú ert svo dugleg að róla!" svaraði mamman. Við erum svo vön þessu svari, en ef við veltum því aðeins fyrir okkur? Ef barnið til dæmis dytti úr rólunni, væri það þá ekki lengur duglegt að róla sér? Myndi það þá skammast sín, því það væri ekki lengur duglegt? Barnið var ekki að biðja um að vera duglegt, það bað um athygli. Það bað um að mamman sæi það: "Sjáðu mamma, ég er að róla!" Hvernig væri að mamma þess í staðinn svaraði: "Já, ég sé þig, en skemmtilegt!" Það er gaman að róla og ef ég dett úr rólunni rís ég bara á fætur og stekk aftur á róluna. Annað er eins og að hrósa barni fyrir að vera duglegt að leika sér. Börn leika sér vegna þess að þau vita ekkert betra. Það er gaman, lærdómsríkt og spennandi að hverfa inn í leikinn, rétt eins og það trúlega er fyrir lista- eða fræðimanninn að sinna störfum sínum. Þau eru því ekki dugleg, heldur snilldarleg! Ég heyri þennan "duglegur-fasisma" allt í kring um mig og held því fram að hann loði við. Það að vera dugleg er stór hluti af sjálfsmynd okkar sem fullorðið fólk. Svo þegar við erum ekki dugleg, hvað erum við þá? Slöpp? Löt? Lúserar? Í þessari dásamlegu sumarblíðu langar mig að hvetja okkur öll til þess að vera minna dugleg og leika okkur meira!
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun