Innlent

Reykjavíkurborg krefst hugsanlega endurgreiðslu frá GR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Borgarráð telur rétt að fallið verði frá fyrirhugaðri byggingu vélageymslu á svæði GR og að golfklúbburinn endurgreiði Reykjavíkurborg þá fjárhæð sem hann hefur þegar fengið úr borgarsjóði og ætluð var sem greiðsla vegna þeirrar framkvæmdar. Þetta kemur fram í tillögu að bókun sem lögð var fram í borgarráði i dag vegna skýrslu innri endurskoðunar um samninga Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur.

Samkvæmt bókuninni tekur borgarráð undir þá niðurstöðu innri endurskoðunar að fullt tilefni sé til að skerpa á reglum Reykjavíkurborgar um styrki og samstarfssamninga frá 9. september 2004, ásamt sérreglum ÍTR um styrkveitingar til íþróttamannvirkja íþróttafélaga í Reykjavík.

Afgreiðslu bókunarinnar var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×