Þekktasti kylfingur Íslands, Birgir Leifur Hafþórsson, verður mættur í Kiðjabergið í dag en hann tekur þá þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti síðan í Eyjum árið 2007.
Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavettvangi en snýr nú aftur á Íslandsmótið.
Hann hefur verið að glíma við erfið meiðsl síðustu mánuði en virðist vera orðinn heill heilsu. Hann spilaði frábærlega í Meistaramóti GKG og svo átti hann mjög góðan hring í Kiðjaberginu á mánudag er hann kom í hús á 73 höggum.
