Fótbolti

Bayern keppir við Real um Sami Khedira - á að leysa af van Bommel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sami Khedira og Miroslav Klose.
Sami Khedira og Miroslav Klose. Mynd/AFP
Bayern Munchen er búið að blanda sér í baráttuna um þýska landsliðsmanninn Sami Khedira sem spilar með VfB Stuttgart en sló í gegn í Heimsmeistarakeppninni í Suður-Afríku. Khedira var á leiðinni til spænska liðsins Real Madrid en það gæti nú breyst víst að besta liðið í Þýskalandi sér hann sem framtíðarmann á miðju liðsins.

Bayern Munchen var mjög hrifið af samstarfi Sami Khedira og Bastian Schweinsteiger á miðju þýska landsliðsins á HM í Suður-Afríku og nú vill félagið að Khedira leysi Mark van Bommel af þegar hollenski miðjumaðurinn hverfur á braut.

Tilboð Bayern lítur þannig út að Sami Khedira spili eitt ár til viðbótar með Stuttgart en svo muni hann koma til Bayern þegar samningur Mark van Bommel rennur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×