Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð 1. júlí 2010 16:16 Kona Ara þurfti að fá stífkrampasprautu eftir að kötturinn réðist á hana. „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt," segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. Það var þó núna í nótt þegar köttur réðist á konu hans og klóraði hana svo hún þurfti að leita til læknis. Hann spyr sig hvort reglugerðir um kattahald séu ekki til og biðlar til kattaeiganda í hverfinu að halda köttum sínum inni á næturnar.Búinn að míga og skíta í gluggakistuna „Það var í nótt þegar enn einn kötturinn kemur inn og frúin fer á fætur. Þegar hann sér hana hleypur hann að næsta glugga sem er lokaður. Hún labbar þá að honum og ætlar að hleypa honum út en þá tryllist hann og stekkur á hana," segir Ari en kona hans er komin rúmlega níu mánuði á leið. „Ég kem svo fram og þá hleypur hann út. Þegar ég lít í gluggakistuna er hann búinn að míga og skíta hana alla út." Kötturinn klóraði og beit eiginkonu hans það illa að hún þurfti að fara til læknis. „Hún fékk sýkingu í puttann og puttinn er fjórfaldur, hún þurfti að fá sýklalyf og stífkrampasprautu," segir Ari. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur."Enginn segir neitt þegar kettir eiga í hlut Hann segist hafa spurt sig að því hver munurinn sé á að eiga ketti og hunda. „Ef að hundur bítur eða glefsar í einhvern þá er honum lógað eftir korter. Þú mátt alls ekki hafa lausan hund því þá er löggan komin strax. En ef þú átt kött eða ketti þá mega þeir hlaupa, skíta og míga um allt og enginn segir neitt. Er engin reglugerð um kattahald eða slíkt? Þetta er mjög undarlegt mál og það eru allir hér á Kársnesinu komnir með kött." Ari á tvo hunda sjálfur sem hann læsir inn í herbergi á næturnar af virðingu við nágranna sína. „Svo þeir séu ekki á vappi allar nætur og gelta ef þeir sjá hreyfingu," segir Ari sem kveðst ekki vera vinsæll nágranni ef þeir væru geltandi allar nætur. „Þetta er bara mál sem þarf að spá betur í, kattahald almennt, fólk getur ekki keypt sér ketti og læst síðan öllu á nóttunni."„Mér er bara alls ekki sama" Ari segist kvíða næstu vikum og mánuði því nú sé hann að fara eignast barn á næstu dögum. „Núna er ég að fara eignast ungabarn, það er í vagni úti og í vöggu inni, hvað veit ég nema kettirnir séu að sækja í vagninn og liggja ofan á kerrunni? Mér er bara alls ekki sama." Hann segir Kársnesið besta stað í heimi, fyrir utan kettina. „Fólk hlýtur að geta hugsað um þessa ketti sína. Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt, setja klór og edik og allan pakkann en það virkar ekkert. Ef milljón kettir eru að berjast um sama fermetrinn er þetta orðið eins og villta vestrið," segir Ari sem segist þurfa að loka öllum gluggum á næturnar en síðustu nótt hafi einn gluggi gleymst opinn. „Ef maður getur ekki lengur sofið með opna glugga þá er þetta orðið svolítið hart finnst mér." Ari hafði samband við Kópavogsbæ sem bentu honum á að tala við heilbrigðiseftirlitið. „Þar fékk ég bara þau svör að þetta væri í höndum bæjaryfirvalda," segir Ari að lokum og bætir við að hann ætli að tala við nýjan meirihluta í bænum. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
„Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt," segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. Það var þó núna í nótt þegar köttur réðist á konu hans og klóraði hana svo hún þurfti að leita til læknis. Hann spyr sig hvort reglugerðir um kattahald séu ekki til og biðlar til kattaeiganda í hverfinu að halda köttum sínum inni á næturnar.Búinn að míga og skíta í gluggakistuna „Það var í nótt þegar enn einn kötturinn kemur inn og frúin fer á fætur. Þegar hann sér hana hleypur hann að næsta glugga sem er lokaður. Hún labbar þá að honum og ætlar að hleypa honum út en þá tryllist hann og stekkur á hana," segir Ari en kona hans er komin rúmlega níu mánuði á leið. „Ég kem svo fram og þá hleypur hann út. Þegar ég lít í gluggakistuna er hann búinn að míga og skíta hana alla út." Kötturinn klóraði og beit eiginkonu hans það illa að hún þurfti að fara til læknis. „Hún fékk sýkingu í puttann og puttinn er fjórfaldur, hún þurfti að fá sýklalyf og stífkrampasprautu," segir Ari. „Það er verra að vera bitinn af ketti en hundi því það er meiri hætta á sýkingu. Það er sérstaklega hættulegt ef hún er ólétt, ef svona gerist fyrr á meðgöngunni getur það haf mjög skaðleg áhrif á fóstur."Enginn segir neitt þegar kettir eiga í hlut Hann segist hafa spurt sig að því hver munurinn sé á að eiga ketti og hunda. „Ef að hundur bítur eða glefsar í einhvern þá er honum lógað eftir korter. Þú mátt alls ekki hafa lausan hund því þá er löggan komin strax. En ef þú átt kött eða ketti þá mega þeir hlaupa, skíta og míga um allt og enginn segir neitt. Er engin reglugerð um kattahald eða slíkt? Þetta er mjög undarlegt mál og það eru allir hér á Kársnesinu komnir með kött." Ari á tvo hunda sjálfur sem hann læsir inn í herbergi á næturnar af virðingu við nágranna sína. „Svo þeir séu ekki á vappi allar nætur og gelta ef þeir sjá hreyfingu," segir Ari sem kveðst ekki vera vinsæll nágranni ef þeir væru geltandi allar nætur. „Þetta er bara mál sem þarf að spá betur í, kattahald almennt, fólk getur ekki keypt sér ketti og læst síðan öllu á nóttunni."„Mér er bara alls ekki sama" Ari segist kvíða næstu vikum og mánuði því nú sé hann að fara eignast barn á næstu dögum. „Núna er ég að fara eignast ungabarn, það er í vagni úti og í vöggu inni, hvað veit ég nema kettirnir séu að sækja í vagninn og liggja ofan á kerrunni? Mér er bara alls ekki sama." Hann segir Kársnesið besta stað í heimi, fyrir utan kettina. „Fólk hlýtur að geta hugsað um þessa ketti sína. Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt, setja klór og edik og allan pakkann en það virkar ekkert. Ef milljón kettir eru að berjast um sama fermetrinn er þetta orðið eins og villta vestrið," segir Ari sem segist þurfa að loka öllum gluggum á næturnar en síðustu nótt hafi einn gluggi gleymst opinn. „Ef maður getur ekki lengur sofið með opna glugga þá er þetta orðið svolítið hart finnst mér." Ari hafði samband við Kópavogsbæ sem bentu honum á að tala við heilbrigðiseftirlitið. „Þar fékk ég bara þau svör að þetta væri í höndum bæjaryfirvalda," segir Ari að lokum og bætir við að hann ætli að tala við nýjan meirihluta í bænum.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira