Viðskipti innlent

Verktakafyrirtæki segja 76 upp

Verktakafyrirtækin Ístak og Eykt segja upp samtals 76 starfsmönnum sínum nú um mánaðamótin. 50 starfsmenn missa vinnuna hjá Ístaki og 26 hjá Eykt.

Bæði fyrirtækin segja verkefnaskort valda þessu. Uppsagnirnar taka gildi fyrsta október og því ekki útilokað að einhverjar verði dregnar til baka, ef ný verkefni koma til sögunnar - en þau munu ekki vera í sjónmáli á þessari stundu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×