Innlent

Yfir 40 látnir í hryðjuverkaárás í Pakistan

Frá árásinni í maí þegar 80 manns létu lífið
Frá árásinni í maí þegar 80 manns létu lífið
Talið er að 41 hafi látið og yfir hundrað manns séu særðir eftir þrjár sjálfsmorðssprengjuárásir í Pakistan í dag. Árásirnar áttu sér stað í borginni Lahore í Pakistan og er þetta í annað skiptið sem hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í borginni á skömmum tíma.

Hundruðir voru við bænagjörð í einni af frægustu moskum borgarinnar sem kölluð er marmara moskan. Á fimmtudögum streymir fólk að moskunni sem er í hjarta borgarinnar. „Það eru lík dreyfð út um allt," er haft eftir Mohsin Raza, ljósmyndara Reuters, sem var á vettvangi. „Blóðið flæðir um göturnar. Tveir hinna látnu eru vinir mínir. Þetta er hryllilegt."

Árásin var skipulögð. Einn árásarmannana sprengdi sig upp við hlið moskvunnar meðan hinir tveir árásarmennirnir sprengdu sig upp í kjallara bænahússins. Alger glundroði er í borginni. Vitni sem Reuters ræðir við segir að bænastundin hafi verið að klárast þegar sprengjurnar sprungu.

„Fólk hljóp út um allt, öskrandi á hjálp. Það var reykur út um allt. Eina sem maður heyrði var grátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×