Fótbolti

Green í markinu hjá Englandi - Crouch og Joe Cole á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markverðir enska liðsins: David Green, Robert Green og Joe Hart.
Markverðir enska liðsins: David Green, Robert Green og Joe Hart. Mynd/AFP

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt á móti Bandaríkjunum en fyrsti leikur Englands á HM í Suður Afríku hefst eftir tæpan klukkutíma.

Fabio Capello hefur ákveðið að hafa Robert Green, markvörð West Ham, í enska markinu í staðinn fyrir David James og kemur það nokkuð á óvart.

Aston Villa maðurinn James Milner er klár í leikinn og því situr Joe Cole á bekknum en óvissa var um hvort Milner væri leikfær.

Emile Heskey er í framlínunni með Wayne Rooney og Peter Crouch byrjar því á bekknum þrátt fyrir að hafa skorað mikið fyrir enska landsliðið í snum leikjum.

Tottenham-maðurinn Ledley King tekur stöðu Rio Ferdinand og spilar við hlið John Terry í miðri vörninni og þeir Steven Gerrard og Frank Lampard eru saman á miðjunni.

Byrjunarlið Englendinga: Robert Green, Glenn Johnson, Ledley King, John Terry, Ashley Cole, Aaron Lennon, Frank Lampard, Steven Gerrard, James Milner, Emile Heskey, Wayne Rooney.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×