Innlent

Víða hálka

Á Norður- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli en verið er að moka. Hálka og skafrenningur er við ströndina, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum er hálka og krapi. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir, hálka er á Holtavörðuheiði.

Ef frá eru taldir hálkublettir milli Víkur og Þjórsár eru aðalleiðir auðar á Suðurlandi - og eins við sunnanverðan Faxaflóa. Þungfært er á Breiðdalsheiði og ófært um Öxi. Hálkublettir eru í Öræfum en snjóþekja milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×