Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2024 21:02 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Ívar Fannar Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka. Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Sléttar fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Flokkar fengu skamman tíma til að móta áherslumál fyrir kosningarnar en helstu áherslur þeirra komu fram í fyrstu leiðtogakappræðum RÚV í gær. Það sem vakti hvað helst athygli var eldræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, um útlendingamálin. „Hvað er vandamálið? Er það að fólk talar ekki íslensku? Kennum þeim þá íslensku! Förum í það sem er skynsamlegt. Það sem er skrítið er að sama fólkið og svitnar yfir því að íslensk gildi, íslensk saga og íslensk menning sé að hverfa, vill ekki setja krónu í menningu og listir!“ sagði Sigurður. „Það er fólk hérna inni sem virðist vera hræddara við lítinn strák í hjólastól, en erlendan auðkýfing sem flýgur um á einkaþotu og kaupir upp jarðir á Íslandi.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ræðuna hafa komið á óvart. „Framsóknarflokkurinn hefur verið á þeirri ferð að herða hér frekar tök á landamærum, takmarka aðstreymi fólks að utan. Raunar hefur öll umræða um aðkomufólk á Íslandi gengið út á að hér þurfi að stemma frekar við komu fólks heldur en að opna faðminn. Þarna heldur hann ræðu sem gengur þvert á þá umræðu,“ segir Eiríkur. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, birti færslu á Facebook skömmu eftir kappræðurnar þar sem hún gagnrýndi Sigurð Inga. Hún benti á að hann hafi verið i ríkisstjórn í sjö ár og vill meina að mannréttindi flóttafólks hafi verið skert til muna á þeim tíma. Eiríkur telur þó Sigurð ekki eingöngu hafa verið á atkvæðaveiðum. „Hugsanlega hefur honum bara fundist þessi umræða gengið of langt. Það er farið að þrengjast um fólk sem er af erlendu bergi brotið á Íslandi, fólk er farið að finna fyrir aukinni andúð og svo framvegis í kjölfarið á þessari umræðu. Hugsanlega hefur honum bara runnið þetta til rifja,“ segir Eiríkur.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira