Erlent

Uppnám í ísraelsku kjarnorkuveri

Óli Tynes skrifar
Dimona kjarnorkuverið.
Dimona kjarnorkuverið.
Ísraelski flugherinn skaut í gær niður eitthvað flugfar sem flaug yfir Dimona kjarnorkuverið í Negev eyðimörkinni. Ekki er enn vitað hvað þar var á ferðinni. Flugbannsvæðið umhverfis Dimona er vaktað svo stranglega að menn skjóta fyrst og spyrja svo. Jafnvel ísraelsk orrustuþota sem villtist inn á svæðið var samstundis skotin niður.

Ísraelar vita fullvell að það er eins gott að hafa strangan vörð um kjarnorkuver. Árið 1981 sprengdu þeir sjálfir í loft upp Osirak kjarnorkuverið í Írak. Þarmeð bundu þeir enda á kjarnavopnadrauma Saddams Hussein. Fyrir það voru þeir hressilega fordæmdir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×