Ármann Kr, Ólafsson: Engar skuldir afskrifaðar 14. apríl 2010 17:00 Ármann Kr. Ólafsson segir engar skuldir hafa verið afskrifaðar auk þess sem allar skuldirnar eru á hans nafni. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segir allar skuldir sem hann beri og minnst var á rannsóknarskýrslu Alþingi séu á hans eigin nafni. Þá segir hann engar skuldir hafa verið afskrifaðar. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Þar sem nafn mitt var nefnt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um hvaða alþingismenn hefðu fengið lán frá fjármálastofnunum frá árinu 2005 þar til fjármálakerfið féll í október 2008 þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var kosinn á Alþingi á vormánuðum 2007 en áður en til þess kom hafði ég átt í ákveðnum fjárfestingum og tekið lán vegna þeirra. Í ágústlok náðu lán mín hámarki í nokkra daga, eða 248 m.kr., eins og fram kemur í skýrslunni. Í skýrslunni eru tekin með fasteignalán en megnið af upphæðinni er vegna áðurgreindra fjárfestinga. Eignir og eigið fé sem nam talsvert hærri upphæð var lagt fram til tryggingar á móti þessum lánum eins og almennar reglur bankans kváðu á um. Strax í byrjun september 2007 hóf ég að draga mig út úr þessum fjárfestingum og þegar fjármálakerfið féll stóð eftir krafa upp á 33 m.kr. vegna þessara fjárfestingalána. Hjá bankanum liggur ríflega sú fjárhæð frá mér í peningum til tryggingar kröfunni. Þau lán sem nefnd eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru tekin á mína kennitölu og bar ég því fulla og persónulega ábyrgð á þeim. Engin lán til mín hafa verið afskrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán til mín nokkurn tíma lent í vanskilum. Fjárhagsstaða mín er traust. Þegar ég hef boðið mig fram til opinberra starfa í prófkjörum hef ég lagt mikið upp úr tengingu minni við atvinnulífið. Ég tel mikilvægt fyrir þátttakendur í stjórnmálum að hafa innsýn í atvinnulífið og vona að þeir atburðir sem átt hafa sér stað í íslensku stjórnmála- og viðskiptalífi, og skýrslan tekur að mínu mati vel á, verði ekki til þess að menn verði fordæmdir fyrir þátttöku í öðru hvoru eða hvoru tveggja. Það hlýtur ávallt að vera grundvallaratriði hvernig menn sinna sínu og hvort þeir séu reiðubúnir að taka fjárhagslega ábyrgð á því sem þeir sýsla persónulega.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira