Búið er að staðfesta að Tiger Woods hefur formlega sótt um að taka þátt í US Open á þessu ári. Má því fastlega búast við því að hann taki þátt í mótinu.
Mótið hefst þann 17. júní.
Tiger hefur annars ekkert tjáð sig um næstu skref eftir Masters en talað er um að hann taki þátt í Quail Hollow-meistaramótinu sem fram fer um mánaðarmótin. Hann hefur reglulega tekið þátt á því móti.
Spekingar búast einnig við því að hann mæti á Players Championship sem hefst þann 6. maí. Það er stórmót PGA-mótaraðarinnar og Tiger fer því tæplega að sleppa því móti.