Innlent

Risna bankans áttfaldaðist á fjórum árum

Kostnaður við ýmiss konar risnu, boðsferðir, veisluhöld og veiði, var margfalt hærri í Landsbankanum þegar mest var en í hinum stóru bönkunum. Árið 2007, þegar lengst var gengið í slíkum kostnaði, varði Landsbankinn 751 milljón í risnu, Glitnir 336 milljónum og Kaupþing 200 milljónum.

Risnukostnaður Landsbankans á tímabilinu 2004 til 2008 nam 2.054 milljónum. Árið 2004 var hann 94,3 milljónir en eins og fyrr segir 751 milljón árið 2007, og hafði því áttfaldast.

Fram kemur í skýrslunni að upplýsingarnar sem fengust frá Glitni hafi reyndar verið ófullkomnar. Þannig vantar til dæmis allar upplýsingar um risnukostnað Glitnis árin 2004 til 2006.

Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja var skipting risnukostnaðarins milli útgjaldaliða ólík milli bankanna. Þannig varði Landsbankinn mestu fé í boðsferðir, næstmestu í gestamóttökur og því næst veiði og íþróttaviðburði.

Kaupþing varði mestu í gestamóttökur og veiði, og Glitnir mestu í veiði og viðburði. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×