Innlent

Bjarni Ben: Hrunið gerðist þrátt fyrir stefnu flokksins, ekki vegna hennar

Bjarni Benediktsson segir hrunið hafa orðið þrátt fyrir stefnu flokksins.
Bjarni Benediktsson segir hrunið hafa orðið þrátt fyrir stefnu flokksins.

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafnar alfarið að hrunið hafi orðið vegna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að flokkurinn eigi samleið með því siðrofi sem varð á Íslandi. Þetta sagði hann í Kastljósi í kvöld.

„Það sem hér gerðist gerðist þrátt fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins, ekki vegna hennar," sagði Bjarni en viðurkenni að flokkurinn hafi sofið á verðinum. Hann segir niðurstöðu skýrslunnar hafa verið áfall fyrir alla.

Bjarni segir flokkinn aldrei hafa farið í gegnum jafn erfiða tíma en hann trúi því að flokkurinn muni ná vopnum sínum aftur verði stefnu hans haldið á lofti.

Aðspurður um boðferðina til Skotlands á vegum Glitnis segir Bjarni að hann hafi tvívegis þegið boðsferðir. Það hafi hann gert sem stjórnarformaður N1. Hann segir ennfremur að honum hafi margsinnis verið boðið í slíkar ferðir en aðeins þegið þessar tvær.

„En þegar ég lít til baka sé ég þetta var komið út úr öllu samhengi," sagði Bjarni.

Þá sagði Bjarni einnig að lán sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður flokksins, og manns hennar, sem var starfsmaður Kaupþings, fengu, hafi verið óeðlileg.

Hann segist hinsvegar ætla að gefa henni tækifæri til þess að svara því betur.

„Og það ætlar hún að gera fyrir trúnaðarmönnum eftir helgina," sagði Bjarni um stöðu Þorgerðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×