Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2010 11:30 Tiger Woods brosti ekki mikið á 18.holunni á degi tvö. Mynd/AP Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger. Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger.
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira